Út með það gamla

 

Við byrjuðum upp á nýtt og ákváðum að hreinsa nánast allt út úr íbúðinni sem hægt var að fjarlægja. Það sem heillaði okkur svo við íbúðina voru loftlistarnir, gluggarnir og hurðarnar þannig að við ákváðum að halda því og byggja svo ofan á það.

Við erum fjögur í fjölskyldunni og já einn kisi líka, íbúðin er 3 herbergja og svo geymsla upp á lofti sem við ætlum að breyta í 1 stk unglingaherbergi, það er semsagt nóg sem þarf að gera.

Það þurfti að sparsla, pússa, fjarlægja parket, fjarlægja flísar, bæta við lögnum svo lengi mætti telja. Ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum með ritgerð, oft finnst mér myndir tala sínu máli, enda er talað um að áhrifarík mynd geti sagt meira en þúsund orð.

baðherbergi

baðherbergi

baðherbergi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

baðherbergibað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bað

 bað-lagnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sést þá hreinsuðum við nánast allt út, eina sem við skildum eftir var glugginn og hurðin. Klósettið og vaskurinn fóru á endanum en við ætlum að endurnýja allt inn á baðherberginu.

EldhúsIMG_4860 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur fannst eldhúsið of lítið og við vildum hafa það í stærri rými. Það var það ekki alveg í þeim stíl sem við vildum, þannig að gamla eldhúsið fékk að fjúka. Planið er að í þessu rými verði barnaherbergi fyrir prinsessuna á heimilinu.

IMG_4909

Eldhús

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins fallegt og okkur finnst þetta parket vera þá var það illa farið og hæfði því ekki prinsessu sem fékk að hjálpa til við að fjarlægja það.

Þá að breytingunum. Hér fyrir neðan er mood-board sem við unnum fyrir íbúðina, val á litum, efni, áferðum og hugmyndum að húsgögnum og smáhlutum.

moodboard

 

Allt er vænt sem vel er grænt. Náttúran var okkur innblástur og unnum við efnis og litaval þannig að það væri sem næst náttúrunni. 

Hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu.

 

Finndu okkur og fylgdu á Instagram: https://www.instagram.com/appreciate_thedetails/

Kári og Ragnar

(Appreciate The Details ) 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband