Striginn málaður

Loksins mættir aftur, sumarið á enda og haustið mætt í allri sinni dýrð. Eftir nokkra mánaða vinnu með pásum inn á milli, fullt af hugmyndum og smá fram og tilbaka pælingum þá er stofan loksins tilbúin. Við lögðum af stað með ákveðnar hugmyndir og pælingar en breyttum nokkrum sinnum um skipulag, skoðun, myndir og hugmyndir. Það er ábyggilega auðveldara að vera einn með hugmyndir og óskir um lokaútkomu heldur en tveir með miklar skoðanir. Einn sér ótkomuna fyrir sér í myndum á meðan hinn sér fyrir sér útkomuna í heildarmynd á rýminu. Við komumst sem betur fer að samkomulagi og erum mjög glaðir með lokaútkomuna.

Stofan var öll hvítmáluð, hátt til lofts og stór spegill á einum veggnum sem nær yfir allan vegginn. Í byrjun vorum við ekki vissir um hvort að við myndum vilja halda speglinum en ákváðum svo að halda honum og setja stálramma á speglavegginn til þess að fá "masculine" effect inn í rýmið og hrátt á móti öllu öðru eins og t.d málningunni og rósettunni sem er öllu hlýrra.

stofa fyrir Stofa fyrir

 

 

 

 

Rósetta

Rósetta

Við settum rósettur í næstum öll rýmin í íbúðinni, okkur fannst það henta svo vel við stílinn og lofthæðina. Rósetturnarnar eru mjög auðveldar í uppsetningu, og þær koma grunnaðar og því auðveldlega hægt að mála þær í hvaða lit sem er. Við fórum á stúfana og fundum svo mikið af fallegum rósettum í Sérefni. Þau eru með allskonar týpur, stærðir og gerðir. Við keyptum sérstakt lím sem heitir decofix settum á rósettuna og smá á loftið sjálft og settum svo teip til þess að halda henni fastri í sólahring á meðan að límið þornaði.Við ákváðum að mála rósettuna í aðeins ljósari lit heldur en loftið sjálft til þess að fá meiri dýpt í loftið.

málninggrunnur

Litir Sérefni

Þá að litavali! Við erum mjög hrifnir af kalkmálningunni eins og þið hafið kannski tekið eftir í fyrri færslunum. Áferðin, litirnir og dýptin svo lifandi og setur svo mikinn karakter á rýmin og virkilega skemmtilegur grunnur til þess að vinna með.

í samstarfi við Sérefni þróuuðum við litapallettu Appreciate The Details, litirnir í stofunni úr litapallettunni heita Smokey Latte ( veggir) , Cafe Bon Bon ( loft) og Cortado (rósetta).

MálaðLitir Sérefni

 

Rósetta

Hér er hægt að sjá betur hversu skemmtileg og lifandi áferðin er á kalkinu,okkur finnst oft eins og að liturinn breytist eftir því hvaða tími dags er og hvort að það sé sól,skýjað eða dimmt. Við byrjuðum á því að grunna vegggina og máluðum svo tvær-þrjár umferðir með kalkinu.

Kalk - Smokey Latte

Hér að neðan má sjá prufu af einum litnum okkar hjá Sérefni. Hægt er að sjá sýnishorn af litapallettunni okkar í sérstakri möppu hjá þeim sem er merkt Appreciate The Details. Við erum alltaf að breyta og bæta við, og á næstu vikum eru fleiri litir væntanlegir í litapallettuna.

Það eru gamlir pottofnar í öllum rýmum í íbúðinni, þar sem að kalkmálning hentar ekki vel á þá að þá langaði okkur að gera eitthvað öðruvísi, mála þá þannig að þeir lúkki meira eins og skartgripir.Við máluðum ofninn inn í stofu með gylltri metal málningu sem við pússuðum aðeins yfir eftir á með sandpappír til þess að fá rustic metal lúkk.

LoftOfn

Smokey Latte Kalk - Smokey Latte 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rammar

Rammarnir sem við settum á speglavegginn eru sérsmíðaðir, hér að ofan má sjá mynd bæði fyrir og eftir. Þeir setja svo mikinn svip á stofuna, vafalaust rétt ákvörðun. Rýmið margfaldast og verður meira masculine á móti öllum plöntunum, myndunum og hlýju tónunum.

Jæja þá er komið að klára heildarmyndina. Við vorum alveg klárir á því að við vildum mikið af myndum inn í stofuna og við leituðum því víða af fallegum myndum og ekki skortir úrvalið en þetta þurfti allt að passa saman, bæði við litina hjá okkur og svo inn í þemað. Við versluðum myndir á nokkrum stöðum: Dimm, Svartar Fjaðrir og Tekk-Habitat. Ásamt því að prenta út nokkrar ljósmyndir eftir Kára. 

 

stofa eftirStofa eftir

stofa eftir

Stóra myndin er frá Dimm, Svörtu boxin eru frá Tekk-Habitat og hinar þrjár eru frá Svörtum Fjöðrum. Lampinn er frá Tekk/Habitat, okkur fannst hann fullkominn á þennan myndavegg.

Speglaveggur

Við töluðum um það áður að við hefðum verslað flest öll húsgögnin hjá Tekk-Habitat, okkur fannst það mjög þæginlegt, og við gátum líka pantað sófa hjá þeim í litnum sem okkur langaði í og raðað honum upp í einingum sem hentaði fyrir stofuna okkar. Það tók bara nokkrar vikur að fá sófann, hann er mjög djúpur sem gerir það auðvelt og gott að slaka á í honum eða glápa á sjónvarpið. Myndin fyrir ofan sófann er úr Wonderful beings seríunni frá Hendrikku Waage, stóri blómapotturinn er úr Garðheimum og sófaborðið fallega er frá Tekk-Habitat. 

Skenkur - Habitat

Plönturnar fengum við í Ikea og Garðheimum, myndirnar á skenknum í Signature Húsgögnum og blómapottinn á skenknum fengum við í Yeoman Reykjavík. Hægindastóllinn var keyptur í Tekk-Habitat, einnig sjónvarpsskenkurinn og bast karfan utan um plöntuna fengum við einnig þar.

Ljós - Lýsing&Hönnun

Við féllum alveg fyrir þessu fallega ljósi og okkur fannst það passa fullkomnlega við rósettuna og stílinn í stofunni. Ljósið er frá Mullan Lighting og það fæst í Lýsing og Hönnun Skipholti.

samsung frame tv

samsung frame tv

 

 

 

 

 

 

 

Sjónvarp

Þá að þessari snilld, við horfum oft á sjónvarp en okkur finnast sjónvörp ekki það fallegasta sem til er. Við fundum Samsung Frame tv á pinterest og fórum svo í það að leita að því hér á landi og fundum það hjá Ormsson.is, þeir eru mikið mikið úrval af Samsung Frame sjónvörpum. Hægt að fá nokkrar mismunandi ramma á sjónvörpin og þar af leiðandi hægt að finna eitthvað fyrir alla. Það er hægt að setja stilli myndir á sjónvarpið þannig að sjónvarpið fellur inn í hvaða rými sem er og lúkkar í rauninni eins og mynd í myndaramma. Þetta er algjör snilld, hægt að breyta um myndir eins og maður vill og einnig hægt að setja sínar eigin myndir.Fallega myndin sem er við hliðin á sjónvarpinu er teiknuð af snillinginum @irisillustrator á Instagram.

stofa eftir

Við fengum okkur eikar ramma á sjónvarpið en hægt er að taka þá af og þá erum við með svartan ramma. Hátalarinn er frá Bang&Olufsen og lampinn frá Tekk-Habitat.

stofugluggistofa eftir

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

Vasarnir í glugganum eru frá Signature húsgögnum, púðarnir eru frá Tekk-Habitat og teppið er frá Geysir Heima.

sófiStóll

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndaveggur

sandy bay

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

myndir

IMG_6143

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við elskum stofuna okkar, við höfum það stundum á tilfinningu að við séum komnir til Parísar eða til Ítalíu. Kveikjum á kertum, hlustum á góða músik eða horfum á góða mynd. Eins og áskrift að fullkomnu kvöldi.

Við hvetjum ykkur til þess að finna okkur og fylgja okkur á www.instagram.com/appreciate_thedetails

Ekki örvænta, við komum aftur mjög fljótlega og sýnum ykkur hin rýmin

Kári og Ragnar


Hlýjir tónar í svefnherberginu - fyrir og eftir

Þá er sumarið komið, við búnir með meirihlutann af íbúðinni og getum við loksins farið að sýna ykkur öll rýmin. Eftir Covid og allt sem hefur gengið á að þá hafði það líka áhrif á okkur þó að við hefðum meiri tíma í að vinna í íbúðinni. Seinkanir á húsgögnum, lokanir í verslunum og önnur töf vegna þess sem hefur gengið á undanfarna mánuði olli því að við gátum ekki klárað alla hluti eins og við vildum og á þeim tíma sem við vildum. heima 

Við náðum sem betur fer að klára svefnherbergið fyrst, enda fluttir inn og lá mest á því til þess að geta sofið aðeins á milli þess sem við eyddum tíma í framkvæmdum og í vinnu.

málað

AppreciateTheDetailsAppreciateTheDetails

panelar

Við vorum mjög ánægðir að hafa gert mood-board og smá undirbúningsvinnu áður en við fórum í svefnherbergið. Við ákváðum liti, þema og grunnpælingar að húsgögnum og fórum svo á stúfana í leit að hinum fullkomnu húsgögnum og málningu. 

Coffee-Stains

moodboard

Herbergið var allt hvítmálað, upprunalegir loftlistar, hvítlakkaður gluggi og hurð. Við byrjuðum á því að fara í Sérefni sem er málningarvöruverslun og við ræddum þar við starfsfólkið og sögðum þeim frá hugmyndunum okkar og fórum yfir þær pælingar sem við vorum með. Tókum svo þá ákvörðun að kalkmála alla veggi með lit sem var búinn til fyrir okkur og eftir miklar pælingar og samræður um litina sem við vorum að spá í þá ákváðum við að fara í samstarf við Sérefni, búa til okkar eigin litapallettu sem er fáanleg hjá þeim. Við fengum innblástur úr litum mismunandi kaffidrykkja sem eru í uppáhaldi hjá okkur. Má þar nefna Mocca, Latté og Cortado. Litapallettan er fáanleg hjá þeim undir nafni bloggsins Appreciate The Details, við mælum með því að þið kíkið á litina, en meira um það síðar.

fyrir

Kalkmálning er mjög skemmtilegt og lifandi efni, við byrjuðum á því að grunna herbergið og svo máluðum við tvær umferðir af kalkmálningunni, en við vildum fá mikla hreyfingu í veggina og mest megnis upp og niður og til hægri og vinstri til þess að fá þessa skemmtilegu áferð sem gerir veggina svo lifandi og grófari heldur en á venjulegri málningu.kalkáferð

Við þurftum að búa til auka vegg á hluta af veggnum sem rúmið kemur upp að vegna þess að við þurftum að færa lagnir og þær fara núna í gegnum þennan vegg í hljóðeinangruðum rörum og liggja inn í nýja eldhúsið sem við getum sýnt ykkur bráðum.

fyrir

Flestir veggir í íbúðinni eru með margra ára gömlu veggfóðri, sumstaðar máluðum við yfir veggfóðrið en inn í svefnherbergi þurftum við að taka það niður og það var mikil og leiðinleg handavinna en alveg þess virði.

Appreciate_Thedetails-662

Þá að húsgögnum og smáhlutum. Eins og við nefndum áður þá vorum að vinna með kaffi liti í hlýjum tónum, einnig vildum við að önnur húsgögn og smáhlutir myndu tóna við þá liti sem við höfðum valið sem grunn fyrir herbergið. Ef það er eitthvað sem við höfum lært báðir í okkar vinnu er grunnurinn er mikilvægur til þess að vinna út frá svo er alltaf hægt að bæta við og breyta út frá grunninum, sem er í þessu tilviki málningin, listarnir og rósettan sem við versluðum hjá Sérefni.

Þegar kom að því að versla húsgögn þá skoðuðum við í margar verslanir og mikið fallegt hægt að kaupa á mörgum stöðum. Við vildum helst versla sem mest á sama staðnum fyrir alla íbúðina og okkur fannst Tekk-Habitat hafa í rauninni mest allt sem við leituðum að. Mikið fallegt til fyrir öll rýmin í íbúðinni. Eins og fyrr nefnt þá byrjuðum við nánast upp á nýtt og var allt keypt nýtt inn í svefnherbergið fyrir utan rúmið frá Dorma sem við áttum fyrir og ákváðum að bíða með það að fjárfesta í nýju rúmi. 

AppreciateTheDetailsAppreciateTheDetails

Okkur langaði að hafa plöntur í herberginu og fannst okkur því mikilvægt að finna fallega blómapotta sem væru í litunum sem við erum og höfum verið að vinna með. Við fengum blómapottana í Tekk- Habitat þeir eru alveg í stílnum sem við erum með - rustic og svo fannst okkur hangandi blómapotturinn setja punktinn yfir i-ið í herberginu. 

veggur

Vegghilla: Tekk-Habitat / Kristall: Nomad Laugavegi 

AppreciateTheDetails

Ljósmynd: Kári Sverriss

AppreciateTheDetails

Þá að hirslum, okkur vantaði grunnar og ljósar kommóður sem myndu passa inn í rýmið. Við vorum svo heppnir að kíkja í bækling hjá Tekk Company hjá fyrirtæki sem heitir ByBoo og sáum þessar á myndinni og þau hjá Tekk - Habitat voru svo næs að panta fyrir okkur 2stk af kommóðunum, 3 vikum seinna voru þær mættar inn í herbergi hjá okkur og pössuðu svona vel inn. Aftur að kaffi, við erum með eina bestu uppfinningu sem hefur verið búin til. Kaffivélin á kommóðunni er úr versluninni Nomad á Laugavegi. Vélin er vekjaraklukka og kaffivél, við stillum hana á hverju kvöldi og vöknum upp við yndislegan kaffi ilm á hverjum morgni.

AppreciateTheDetails

AppreciateTheDetailsAppreciateTheDetails

Þá að þessum bekk, hann er handgerður af strákunum hjá Arctic Plank. Hann er unnin úr við úr gömlum 100 tonna eikar bát. Við fengum þá til þess að hanna bekki inn í íbúðina hjá okkur og einnig eldhúsborðið og annað inn í eldhús sem við segjum ykkur frá og sýnum ykkur betur fljótlega. Við erum mjög ánægðir með bekkinn og hann passar í rauninni hvar sem er inn í íbúðina. Gaman að endurnýta.

Appreciate_Thedetails-703

Appreciate_Thedetails-684

AppreciateTheDetailsAppreciateTheDetails

Við leituðum lengi að rúmgafli en fundum engan sem við vorum nógu hrifnir af, en fundum svo fallegar veggþiljur í Sérefni og ákváðum að búa til rúmgafl úr þiljunum. Panelarnir eða veggþiljurnar koma frá fyrirtæki sem heitir Orac Decor. Þeir framleiða líka listana og rósetturnar og við féllum fyrir vörunum þeirra. Það var mjög einfalt að setja veggþiljurnar á vegginn, við máluðum þær fyrst og límdum svo beint á vegginn. Við ákváðum að líma þær á allan vegginn þeim megin sem rúmið liggur upp við til þess að gefa meira heildarlúkk inn í herbergið, okkur finnst það stækka rýmið og við gætum ekki verið ánægðari með útkomuna. Þær eru líka með 30% hljóðeinangrun.

AppreciateTheDetails

AppreciateTheDetails

AppreciateTheDetails

Appreciate_Thedetails-674

Appreciate_Thedetails-706

Fyrir þá sem eru með blæti fyrir púðum, teppum og fallegum rúmfötum þá fórum við á nokkra staði, Dimm, Habitat, Geysi og Seimei. Mikið úrval til og erfitt að velja úr, en okkur finnst það stór partur af því að búa sér til fallegt svefnherbergi að eiga falleg rúmföt, teppi og kodda.

Appreciate_Thedetails-699

Mangó finnst gott að sofna í rúminu okkar.

AppreciateTheDetails

Loftljós: Tekk-Habitat / Rósetta: Sérefni

AppreciateTheDetails

Lampi og spegill: Tekk-Habitat

AppreciateTheDetailsAppreciateTheDetails

Þá er þetta komið í bili, við ætlum að fá okkur eins og einn Moody Mocca og byrja að hugsa um næsta blog. Þangað til fylgdu okkur og finndu á Instagram: https://www.instagram.com/appreciate_thedetails

 


Út með það gamla

 

Við byrjuðum upp á nýtt og ákváðum að hreinsa nánast allt út úr íbúðinni sem hægt var að fjarlægja. Það sem heillaði okkur svo við íbúðina voru loftlistarnir, gluggarnir og hurðarnar þannig að við ákváðum að halda því og byggja svo ofan á það.

Við erum fjögur í fjölskyldunni og já einn kisi líka, íbúðin er 3 herbergja og svo geymsla upp á lofti sem við ætlum að breyta í 1 stk unglingaherbergi, það er semsagt nóg sem þarf að gera.

Það þurfti að sparsla, pússa, fjarlægja parket, fjarlægja flísar, bæta við lögnum svo lengi mætti telja. Ég ætla ekki að drepa ykkur úr leiðindum með ritgerð, oft finnst mér myndir tala sínu máli, enda er talað um að áhrifarík mynd geti sagt meira en þúsund orð.

baðherbergi

baðherbergi

baðherbergi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

baðherbergibað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bað

 bað-lagnir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sést þá hreinsuðum við nánast allt út, eina sem við skildum eftir var glugginn og hurðin. Klósettið og vaskurinn fóru á endanum en við ætlum að endurnýja allt inn á baðherberginu.

EldhúsIMG_4860 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur fannst eldhúsið of lítið og við vildum hafa það í stærri rými. Það var það ekki alveg í þeim stíl sem við vildum, þannig að gamla eldhúsið fékk að fjúka. Planið er að í þessu rými verði barnaherbergi fyrir prinsessuna á heimilinu.

IMG_4909

Eldhús

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins fallegt og okkur finnst þetta parket vera þá var það illa farið og hæfði því ekki prinsessu sem fékk að hjálpa til við að fjarlægja það.

Þá að breytingunum. Hér fyrir neðan er mood-board sem við unnum fyrir íbúðina, val á litum, efni, áferðum og hugmyndum að húsgögnum og smáhlutum.

moodboard

 

Allt er vænt sem vel er grænt. Náttúran var okkur innblástur og unnum við efnis og litaval þannig að það væri sem næst náttúrunni. 

Hlökkum til að leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu.

 

Finndu okkur og fylgdu á Instagram: https://www.instagram.com/appreciate_thedetails/

Kári og Ragnar

(Appreciate The Details ) 

 

 

 

 


Byrjað upp á nýtt

Jákvæðar fréttir og eitthvað til að hlakka til á þessum skrýtnu tímum. 

Byrjum á þessu formlega, við heitum Kári Sverriss og Ragnar Sigurðsson. Við erum báðir sjálfstætt starfandi, Ragnar er innanhússarkitekt (til vinstri) og Kári Sverriss ljósmyndari.

portrait

Saman keyptum við okkur íbúð í lok ársins 2019 í 101. Eftir 3 ár í Hafnarfirðinum og Garðabænum þá ákváðum við að það væri kominn tími til að byrja upp á nýtt, skrifa nýjan kafla í bók lífsins. Okkur langaði að vera meira miðsvæðis, nota bílinn minna, styttra að labba í flest allt og meira mannlíf, en báðir erum við frekar miklar félagsverur.

heima 

Við notuðum síðastliðnu mánuði til þess að skipuleggja breytingarnar og spáðum í hvað við vildum gera við nýju íbúðina. Íbúðin er 3 herbergja og með 3 metra lofthæð, ég endurtek 3 metra lofthæð. Nýja íbúðin er með gömlum gluggum með einföldu gleri og upprunalegir listar í loftunum. Okkur leið svona smá eins og að við værum komnir til parísar fyrir 50-60 árum síðan þegar við sáum íbúðina, og svo sáum við fyrir okkur möguleikana sem eru endalausir.

IMG_4016

°

IMG_4014

IMG_3994

IMG_3996

IMG_3988

teikning 

IMG_4000

IMG_4028

Við féllum fyrir staðsetningunni, stærðinni, garðinum og möguleikunum. Eins og áður sagði auðvitað lofthæðinni. Þegar við fórum í það að skoða hvað við gætum gert og hvað við vildum gera að þá gerðum við okkur grein fyrir því að við erum báðir með mjög sterkar skoðanir, og við þurftum því að finna leið til þess að sameina krafta okkar og láta líka og ólíka stíla mætast í eitt. Kári er allur í smáatriðunum og hugsar í myndum  og Ragnar í heildarmynd og skipulagi, þannig að við tókum þá ákvörðun að Ragnar sæji um allt naglfast og ég um aukhluti, húsgögn og smádót, en allt samt með tengingu og í litaþema.

IMG_3687

Við ætlum ekki að gefa upp of mikið í fyrsta blogginu, heldur vildum við bara aðeins kynna okkur og leyfa ykkur að fylgjast með ferlinu frá upphafi.

Finndu okkur og fylgdu á instagram: https://instagram.com/appreciate_thedetails

 Kári & Ragnar ( appreciate the details )


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband